Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Vöxtur í netverslun á Íslandi: Wodbúð

Vöxtur í netverslun á Íslandi: Wodbúð

6.nóvember 2019

Vöxtur í netverslun á Íslandi er mikill þessi misserin, og sífellt fleiri neytendur nýta sér þau þægindi sem í því fellst að versla á netinu og fá vöruna afhenda upp að dyrum. Wodbúin er íþróttavöruverslun sem býður bæði upp á rúmgóða verslun í Faxafeni og glæsilega netverslun, í Wodbúð fæst allt frá hlaupaskóm yfir í ketilbjöllur og fæðubótarefni.  Við hittum Arnar Frey Magússon eiganda og fórum yfir helstu áskoranir og tækifæri í verslun í dag.

Segðu mér frá Wodbúð og hvernig þetta byrjaði?

Þetta byrjaði allt 2012 en þá vorum við tveir félagarnir sem sáum tækifæri á markaði og stofnuðum netverslun. Fjármagnið sem við notuðum í þetta var uppsafnað námslán sem ég hafði lagt fyrir meðan ég var í grunnnámi í háskóla. Við fórum af stað, keyptum vörur og hófum að selja á netinu. Í dag er ég einn með reksturinn og þetta hefur verið heilmikið ferðalag en í rúm fjögur ár vorum við bara á netinu. Við höfum gert ýmislegt til þess að koma okkur á framfæri í upphafi vorum við t.d. með „pop-up“- verslun í crossfit-stöð og mættum með markað á lyftingamót.

Aðferðin sem við notuðum er kölluð „bootstrap“, þar sem unnið er með eigið fé, mikið gert úr litlu en allt sem kemur inn er sett aftur inn í reksturinn. Við fjárfestum því þannig í okkur sjálfum og fyrirtækið hefur vaxið þannig.

Hvernig var ferlið við að fara úr netverslun í að opna verslun?

Við tókum ákvörðun um að opna verslun í Skeifunni, það var stórt skref. Við byrjuðum í mjög litlu húsnæði en fluttum fljótlega yfir í stærra, höfum stækkað og bætt við okkur smám saman. Í dag erum við enn hér í Skeifunni en í 190 fermetra rými auk netverslunarinnar og það gengur mjög vel.

Hvernig er að vera með bæði verslun og netverslun?

Þetta styður hvort við annað. Það hefur svo margt gerst á sama tíma hjá okkur að ég lít á netverslunina sem þjónustu við landsbyggðina og í rauninni hálfgerðan bækling á netinu. Langflestir sem koma til okkar í Skeifuna eru búnir að skoða heimasíðuna og kynna sér vörunar og hvað er í boði. Að mínu mati er þetta vanmetni hluti netverslana, að nýta ekki kosti þessa stafræna sýningarsals í kynningarstarfið. Hér á Íslandi er það þannig að fólk skoðar fyrst og kemur svo.

Netverslun á Íslandi er ekki eins þróuð og erlendis en það eru miklar breytingar framundan og mikil þróun. Við sjáum einnig að margir af okkar viðskiptavinum kjósa að panta á netinu en koma svo eftir vinnu og sækja.

Hvað er erfiðast við að stofna sitt eigið fyrirtæki?

Þetta er svolítið eins og að læra að hjóla, þú finnur út úr því. Ég var 24 ára þegar Wodbúð opnaði á netinu. Ég hafði engan til að leita til varðandi það að stofna netverslun og þetta var svona „learn as you go“. Mikil rússabanareið og margt að gerast. Helsti lærdómurinn er kannski sá að horfa ekki á of knappt tímabil þegar verið er að meta stöðuna og skoða reksturinn. Þegar maður metur stöðuna á of stuttu tímabili getur maður orðið stressaður því vikur í rekstri geta verið mjög mismunandi.

Auðveldi parturinn var að opna netverslunina. Það er flóknara að vera með hefðbundna verslun. Þá þarf að huga að mun fleiri atriðum eins og að manna verslunina og koma á laggirnar alls konar ferlum. Þetta er bara eitt skref í einu og verður auðveldara með tímanum og reynsla og þekking stytta allt ferlið. Það sem tók nokkra klukkutíma áður eins og það að gera VSK-skýrslu tekur mun styttri tíma í dag. Maður lærir.

Hvaða ráð hefur þú til þeirra sem eru að stofna verslun?

Ráðin eru mörg. Einu sinni var ég t.d. hræddur við kreditkortagjöld eða það að þurfa að taka þau á mig en það að bjóða fólki greiðsluleiðir er auðvitað til þess að liðka fyrir sölu. Ekki líta á kostnað sem tap þó ávinningurinn komi ekki strax í ljós.

Það er einnig ekki mikið talað um mikilvægi þess að vera sífellt að. Þetta er eins og að synda bringu-sund, þú getur ekki stoppað því þá sekkurðu. Þetta er stanslaust. Strategían sem ég nota er að vera sífellt að, hvort sem það er sölumennska eða markaðssetning. Svolítið eins og að mæta í ræktina, það er betra að vera alltaf að og mæta reglulega í stað þess að taka bara stuttar tarnir.

Hvað hefðir þú viljað vita áður en þú opnaðir Wodbúð?

Kostnaðurinn er alltaf meiri en maður heldur í byrjun en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það þarf ekki allt að vera fullkomið strax. Stundum þarf bara að fara af stað og byrja. Í dag lítur þetta allt betur út hjá mér en í byrjun. Maður vinnur hægt og rólega að framtíðarsýninni. Mitt ráð er að reyna að finna einhvern með reynslu til að leita til, eins konar „mentor“. Það er fullt af fólki sem er til í að setjast niður með þér og gefa ráð. Hvað er t.d. góð eða slæm leiga? Ekki vera hrædd(ur) við að spyrja einhvern ráða.

Hugmyndin sjálf er lítill hluti af ferlinu, það er auðvelt að fá góða hugmynd en flóknara að setja hana í framkvæmd.

Nú er mikill hraði í smásölu, hvað gerir þú til að halda í við tísku og „trend“?

Birgðastjórnun er einn stærsti þátturinn í rekstri, ekki síst í mínum bransa þar sem ég er m.a. með fatnað. Þú þarft sífellt að vera að fylgjast með. Það sem ég hef lært er að panta oftar og minna í einu til að geta brugðist hraðar við. Það er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og vera talnaglöggur til að skipuleggja betur innkaupin. Hugsanlega fórna smá hagkvæmni í innkaupum, en panta oftar til að sitja ekki uppi með lager. Tileinkaðu þér það að fylgjast með „trendum“ og tölfræði til að ná yfirsýninni.

Í upphafi vissi ég ekki hver munurinn væri á sölu í mars og júní en þetta lærist hratt. Man að í fyrsta sinn þegar október var lélegur vissi ég ekki að október er þekktur sem lognið á undan storminum sem kemur með t.d. svörtum föstudegi og jólaversluninni. Það er mikilvægt að horfa á stóru myndina til að skella ekki strax öllu á afslátt ef reynslan sýnir að viðskiptavinurinn byrjar ekki að kaupa inn fyrr en. í nóvember.

Nú eru stórir netverslunardagar framundan, eins og svartur föstudagur og net- mánudagur, hvaða áhrif hefur það?

Þessir viðburðir eru alltaf að verða stærri en fyrir hvern og einn kaupmann er mikilvægast að fara yfir stöðuna hjá sér. Hvað áttu til og hvernig er spáin fyrir jólaverslunina hjá þér? Það erfiðasta við að plana jólin er hversu mikil áhrif þessir stóru netverslunardagar geta haft. Margir nota þessa daga sem hálfgerða lagersölu.

Nú er Wodbúð í viðskiptum við Póstinn, hvað er mikilvægast fyrir þig í því samstarfi?

Það er af mörgu að taka. Ég gæti nefnt Póststoðina, hún er algjör snilld. Það sparar okkur mikinn tíma að þurfa ekki að handskrá inn allar þessar upplýsingar um sendingar. Hraði og þægindi skipta hér miklu máli, bæði til að létta á öllu utanumhaldi fyrir mína starfsmenn, minnka líkur á villum í innskráningum og svo það sem öllu skiptir, að þjónustan við mína viðskiptavini sé góð. Ég mæli með að öll fyrirtæki taki Póststoðina alla leið. Það breytir öllu.

Yfirleitt tökum við til pantanir þegar verslunin opnar en ég er oft búinn að skrá pantanirnar heima um morguninn og miðarnir á sendingarnar eru þá tilbúnir í versluninni þegar starfsfólkið mætir. Þá er ekkert annað eftir en að taka til pöntunina og koma af stað til viðskiptavina. Við erum búin að græja allt hér og þetta er miklu fljótlegra en áður en við tókum Póststoð í notkun.

Mér hentar best að skila af mér sendingum daglega á pósthús en hugsanlega fáum við Póstinn til að sækja til okkar þegar mest er að gera. Hraði og góð þjónusta skipta okkar viðskiptavini miklu máli. Það verður því allt að ganga smurt. Samstarfið hefur gengið mjög vel.

Eitthvað sem betur mætti fara í samstarfinu?

Ég sé að Pósturinn er að leita leiða til að bæta þjónustuna, það skiptir miklu máli. Ég fylgist með markaðinum og innleiði það sem mínir viðskiptavinir kalla eftir eins og t.d. með greiðsluleiðir. Þá skiptir máli að Pósturinn sé með puttann á púlsinum og fylgist með því hvað neytendur vilja. Ég sé aukningu í því að fólk óski þess að fá sendingarnar í Póstbox. Það á bara eftir að aukast.

Ég sé líka mun milli kynslóða á því hvernig fólk vill eiga við okkur viðskipti. Sumir skoða í netversluninni og hringja svo og vilja panta á meðan aðrir vilja versla í gegnum t.d. Instagram eða Facebook. Netverslun á Íslandi á mikið inni, það er alveg greinilegt. Við þurfum að kynna kosti netverslunar fyrir Íslendingum og þar þarf Pósturinn að kynna betur Póstboxin og þau þægindi sem notkun á þeim felur í sér.

Wodbúð notar Póststoð frá Póstinum

Póststoð auðveldar alla skráningu, utanumhald, umsýslu og gerir viðskiptavinum auðvelt að fylgjast með pökkum sem hafa verið sendir og sendandi getur fylgst með stöðu sendinga beint inn í Póststoðinni. Með Póststoð er auðvelt að prenta út miða með strikamerki sem hægt er að festa á pakka. Einnig er hægt að prenta beint á límmiða sem eykur enn á einfaldleikann. Öll gögn sem skráð eru í Póststoð eru send beint til í tölvukerfi Póstsins sem þýðir að þegar pakkinn er kominn í hús þá er rekjanlegt númer hans þegar skráð í tölvukerfið.

Smelltu hér til að sjá nánar lausnir Póstsins fyrir netverslanir

  • Netsamtal

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér