Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Þarfasti þjónn netverslana

Þarfasti þjónn netverslana

14.janúar 2020

Þrátt fyrir mikla framþróun síðustu ár þá er ennþá nauðsynlegt að merkja allar sendingar sem fyrirtæki sendir svo þær skili sér örugglega á áfangastað. Í raun hafa kröfur frekar aukist því þar sem áður var eingöngu nóg að skrifa nafn og heimilisfang þeirra sem taka áttu við pakkanum, þá er nú ríkari krafa um frekari upplýsingar sem dæmi netfang og farsímanúmer. Fyrir netverslanir skipta þessar skráningar miklu máli enda eru slíkar upplýsingar mikilvægar í lokahlekk kaupanna við sendingu annarsvegar og afhendingu hinsvegar.

Það er því netverslunum í mun að auðvelda alla skráningu, utanumhald og umsýslu. Með því að skrá sig í skráningarkerfi hjá dreifingarfyrirtækjum eins og Póststoð hjá Póstinum, má geyma allar þessar helstu upplýsingar um sendanda og kalla þær sjálfkrafa fram. Kerfin geyma oft upplýsingar um viðskiptavini og algengustu sendingarleiðir. Þetta þýðir að skráning sendinga til fastakúnna þarf ekki að taka nema nokkrar sekúndur.

Minni innsláttur og auðvelt utanumhald

Á háannatímum líkt og þegar janúarútsölur eru í fullum gangi er ekki síst mikilvægt fyrir netverslanir að minnka allan innslátt og handavinnu á bak við hverja sendingu. Með því að auðvelda ferlið við skráningu og utanumhald sendinga gefst starfsmönnum tækifæri til að nýta tíma sinn í frekar þjónustu við viðskiptavini og afgreiðslu. Hjá Póstinum er hægt að nota Póststoð, sem er ókeypis þjónusta til að forskrá sendingar til viðskiptavina.

Við notum Póststoð, hún er algjör snilld. Það sparar okkur mikinn tíma að þurfa ekki að handskrá inn allar þessar upplýsingar um sendingar. Hraði og þægindi skipta hér miklu máli, bæði til að létta á öllu utanumhaldi fyrir mína starfsmenn, minnka líkur á villum í innskráningum og svo það sem öllu skiptir, að þjónustan við mína viðskiptavini sé góð. Ég mæli með að öll fyrirtæki taki Póststoðina alla leið. Það breytir öllu."  Arnar Freyr Magnússon eigandi Wodbúð – wodbud.is

Góð yfirsýn – betri þjónusta við viðskiptavini

Rafræn skráningarkerfi hafa líka þann kost að auðvelt er að leita að sendingum fyrirtækisins, hvort sem er eftir nafni eða sendingarnúmeri. Einnig kemur fram hver staða hverrar sendingar er, hvar hún sé á leiðinni eða hvort búið sé að afhenda hana.

Hraði er mikilvægur fyrir mörg fyrirtæki því er mikilvægt að í skráningarkerfum sé innifalið einhverskonar prentforrit sem að sér um að prenta upplýsingar um viðtakanda beint á límmiða eða pakka. Þetta eru fjölmörg fyrirtæki að nýta sér í dag enda afar einfalt og fljótlegra að líma merkimiða beint á pakkann. Sérstakur límmiðaprentari er samt ekki forsenda þess að hægt sé að nota slík skráningarkerfi. Auðvelt er að prenta miða beint á A4 blað og líma það á pakkana. Þá á einnig að vera hægt að prenta rekjanleg bréf á A5 og A4 umslög með lítilli fyrirhöfn.

Hvað netverslanir varðar þá er hægt að tengja ýmis skráningarkerfi eins og Póststoð beint við netverslunarkerfi sem dæmi Shopify. Þannig má búa svo um hnútana að pakki sé skráður sjálfvirkt um leið og varan er seld á vefnum. Að lokum má svo benda á það að með aukinni sjálfvirkni geta viðskiptavinir séð um stærri part skráninga og og sparað sér kostnað eins og í tilviki svokallaðra smápakka til útlanda en það er nýr möguleiki fyrir minni sendingar til útlanda, sem er ódýrari en áður hefur þekkst og eingöngu í boði hjá þeim fyrirtækjum sem geta skráð sendingar með rafrænum hætti.

Það er auðvelt og ókeypis að skrá sig í Póststoð.

Ragnar Kristinsson er viðskiptastjóri hjá Póstinum skrifar. 

  • Netsamtal

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér