Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Jafnlaunaúttekt PwC

Jafnlaunaúttekt

Pósturinn hefur hlotið Gullmerki jafnlaunaúttektar PricewaterhouseCoopers (PwC). Úttektin greinir hvort að fyrirtæki greiði starfsmönnum, óháð kyni, sömu laun fyrir sambærileg störf.

 

Pósturinn fékk engar athugasemdir og þurfti ekki að koma til neinna breytinga eða lagfæringa til að fyrirtækið uppfyllti skilyrði, sem Gullmerkið byggir á. Til að hljóta Gullmerkið þarf launamunur kynjanna að vera undir 3,5%.

 

Pósturinn hefur mótað skýra stefnu í jafnréttismálum og er það Póstinum mikil viðurkenning að hljóta Gullmerkið.  Konur eru í meirihluta meðal starfsmanna eða um 54% og er hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum 59%.

 

Unnið hefur verið eftir jafnréttisáætlun á síðustu árum til að tryggja jafna stöðu kvenna og karla innan fyrirtækisins. Í henni kemur meðal annars fram að markmiðið sé að tryggja jafna stöðu kynjanna, að gætt sé að því að kynjunum sé ekki mismunað í úthlutun verkefna eða tilfærslum í störfum og að þess sé gætt að kynjunum séu greidd jöfn laun fyrir sambærileg störf.

 

 

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér