Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Endursendingar

Fyrirtæki sem eru með Póststoð geta valið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að endursenda eða skila vörunni sér að kostnaðarlausu.

Við skráningu sendingar er hakað við "Endursendingu".  Við það prentast út auka Póststoðarmiði sem viðtakandi getur nýtt sér til að endursenda sendinguna á kostnað upprunalega sendandans ef þess er þörf.  Þessi þjónusta er mjög hentug fyrir alla verslunavöru (t.d. netverslanir og aðrar verslanir að senda vörur til viðskiptavina sinna).

Auka Póststoðarmiðinn (Endursendingarmiðinn) skal fylgja með ofan í sendingunni frá sendanda. Ef vara er t.d. gölluð eða biluð þá getur sendandi límt endursendingarmiðann á sendinguna og sent tilbaka til sendanda sér að kostnaðarlausu.

Endursending er svo afhent upprunalega sendanda með fyrirtækjaþjónustu þar sem það á við eða með heimkeyrslu.  Þar sem heimkeyrsla er ekki í boði þá er hún afhent á viðeigandi pósthúsi/afgreiðslustað.

Hafðu samband við Fyrirtækjasölu til að fá nánari upplýsingar um Endursendingar. Þú getur hringt í síma 580 1090 eða sent tölvupóst á netfangið sala@postur.is. Þú getur líka nýtt þér netsamtalið hér til hliðar.

Hér er áhugaverð grein um Endursendingar

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér