Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Óáritað auglýsinga- og kynningarefni, dreift til fyrirtækja og heimila.

Óáritað auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift til fyrirtækja og heimila í landinu köllum við fjölpóst. Þú getur valið hvar þú sendir, um allt land, á ákveðnum svæðum eða í ákveðin póstnúmer. Dreift er til allra viðtakenda sem ekki hafa valið "Fjölpóstur, nei takk" með viðeigandi merkingum. 

Fjölpóstur gefur þér einstakt tækifæri til að koma fyrir betri upplýsingum um vöru eða þjónustu heldur en í einföldum auglýsingum. Ef þú vilt auka söluna, þá er fjölpóstur góður kostur. Hér má sjá verð fyrir fjölpóst.

Póstlagning

Mælst er til að fjölpóstur sé póstlagður í blaðabroti ef stærð hans er umfram A4. Fjölpóst má ekki póstleggja í póstkassa. Hægt er að póstleggja fjölpóst á pósthúsum um land allt og fyrirtækjapósthúsi. Panta þarf dreifingardaga á fjölpósti hjá Fyrirtækjaþjónustu með að lágmarki sólarhrings fyrirvara fyrir fyrsta dreifingardag. Undanþága er veitt þegar um minni svæðisbundnar dreifingar í póstnúmer utan höfuðborgarsvæðisins er að ræða. Umbeðnir dreifingardagar geta reynst fullbókaðir og þá munu þjónustufulltrúar aðstoða viðskiptavini við að finna aðra hentuga daga.

Sendingar þurfa að berast fyrir kl. 13:00 virka daga, í síðasta lagi sólarhring fyrir fyrsta dreifingardag.

Fjöldi heimila og fyrirtækja, í hverju póstnúmeri fyrir sig, svo þú vitir hvað þarf að prenta og póstleggja mikið magn.

Hvað er hægt að senda?

  • Auglýsingar/kynningarefni: Dæmi um þetta getur verið IKEA bæklingurinn, dreift á öll heimili.
  • Fríblöð: Dæmi um þetta getur verið Breiðholtsblaðið, dreift í ákveðin póstnúmer.
  • Upplýsingar: Dæmi um þetta getur verið lokun vatnslagna hjá OR, dreift í ákveðin póstnúmer.
  • Sýnishorn: Dæmi um þetta getur verið kaffi prufa eða annað kynningarefni sem kemst inn um lúgur, dreift til allra fyrirtækja í póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu.

Fáðu nánari upplýsingar hjá Fyrirtækjasölu um alla þá fjölmörgumöguleika sem standa þér til boða. 

Nafn fyrirtækis/ábyrgðarmanns þarf að koma fram á fjölpóstinum. Hámarksstærð miðast við almenn stærðarmörk póstlúgu: Lengd x breidd x hæð: 260 x 350 x 25 mm. Lágmarksstærð: Umslag: 90 x 140 mm.

Afhending

Dreifing á fjölpósti fer fram alla virka daga. Dreifingardagar í boði eru:

  • Mánudagur og þriðjudagur (dreifing fer fram á tveimur dögum)
  • Þriðjudagur og miðvikudagur (dreifing fer fram á tveimur dögum)
  • Miðvikudagur og fimmtudagur (dreifing fer fram á tveimur dögum)
  • Fimmtudagur og föstudagur (dreifing fer fram á tveimur dögum)

Póstnúmer þar sem er aukadagur í dreifingu eru með dreifingu á einum degi á föstudögum en ekki fimmtudögum eins og annars staðar. Ef frídagur lendir á ofangreindum dreifingardögum þá færist dreifingin á fyrirfram bókuðum dreifingum sjálfkrafa á næsta virkan dag á undan.

Gott að vita

Fjölpóstur er ekki rekjanlegur og því ekki skaðabótaskyldur.

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér