Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Kynntu þér helstu atriði sem gott er að hafa í huga þegar vörur eru pantaðar á netinu.

Á vef Tollstjóra eru hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga um helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar vörur eru pantaðar frá útlöndum.

Kynntu þér málið: Verslað á netinu

Allar innfluttar vörur þarf að tollafgreiða. Lýsandi innihaldslýsing er mikilvæg til þess að hægt sé að setja vöruna í réttan tollflokk. Ef fullnægjandi upplýsingar um verðmæti eru utan á sendingunni er hún tollafgreidd strax og send til þín. Ef heildarverðmæti er innan við 40.000 kr og innflutningur er ekki í atvinnuskyni, er hægt að gera einfalda tollskýrslu annars er gerð hefðbundin tollskýrsla.

Öll fjarskiptatæki verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi.

Flýttu fyrir

Ef upplýsingar vantar sendum við þér tilkynningu. Þú getur fengið hraðari meðferð tollsendinga með því að skrá netfangið þitt.

Ef þú ert með sendingarnúmer sendingar og vilt flýta ferlinu sendu okkur þá upplýsingarnar. Þá er hægt að tollafgreiða sendinguna strax við komuna til landsins sem flýtir tollafgreiðslunni um allt að 3 virka daga.   

En hvað ef ég á ekki reikning fyrir innihaldi sendingar?

Þegar pantað er á netinu þá í flestum tilfellum sendir söluaðili tölvupóst til kaupanda sem er kvittun fyrir kaupum eða þá að kaupandi geti innskráð sig á sölusíðu og fengið þar staðfestingu á kaupum.  Í sumum tilfellum er hægt að nota kreditkortakvittanir sem staðfesting á greiðslu og verðmæti.  Ef þú hefur ekki fengið kvittun og getur ekki fengið staðfestingu á verðmæti frá sendanda þá getur þú óskað eftir því að við opnum sendinguna til að leita að reikning gegn þóknun. Pósturinn opnar ekki sendingar í leit að reikning nema óskað sé eftir því.

Ef enginn reikningur er utan á sendingu né finnst eftir opnun þá getur viðtakandi óskað eftir upplýsingum utan af sendingunni sem eru ekki skráðar í kerfið eða t.d lýsingu á umbúðum gegn þóknun

Aliexpress

Aliexpress hefur fram til þessa ekki látið kvittanir fylgja með sendingum né sent kaupendum tölvupóst sem sýnir verðmæti innihalds og flutningskostnað. Kaupendur af síðu Aliexpress geta hins vegar innskráð sig á sitt svæði á síðunni, valið „my orders“ og tekið skjámynd af pöntun sinni. Athugið að "Order ID" er ekki sendingarnúmer Póstsins sem rita á í reit fyrir sendingarnúmer í tollafgreiðslubeiðni. Sendingarnúmer er 13 stafa númer sem

viðtakandi fær sent í tölvupósti frá söluaðila eða Póstinum. Hér má finna ítarlegri leiðbeiningar um hvernig finna skal reikning á Aliexpress.

Algengt er að vanmeta heildarkostnað við innflutning, því við verð vöru bætist sendingarkostnaður, tollgjöld í viðkomandi tollflokki, virðisaukaskattur og umsýslugjöld við innflutninginn. Þú getur nálgast upplýsingar um tollgjöld á reiknivél tollstjóra www.tollur.is. Í reiknivélinni kemur ekki fram kostnaður sem þú greiðir í umsýslugjöld til Póstsins.

Flýtiþjónusta

Pósturinn býður upp á þrjár flýtileiðir fyrir sendingar frá útlöndum:

  • Ef gögn berast fyrir klukkan 12:00 mun vera hægt að nálgast sendingu milli klukkan 17:00- 18:00 á sitt pósthús á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptavinur fær SMS sent þegar sending er komin á pósthúsið. Flýtigjald 1.195 kr. m. vsk.
  • Ef gögn eru send fyrir klukkan 13 er hægt að panta heimkeyrslu um kvöldið. Flýtigjald + heimkeyrslugjald 1.895 kr. m. vsk.

Að sjálfsögðu er einnig hægt að láta pakkann fara í gegnum almenna afhendingu og er þá áætluð afhending innan tveggja virka daga eftir tollafgreiðslu. Hægt er að sækja um flýtimeðferð fyrir sendingar hér á heimasíðunni.

Fékkstu gallaða vöru eða ranga stærð og þarft að skila eða skipta?

Hér áður hefur þurft að gera útflutningsskýrslu fyrir endursendingum en breyting hefur orðið á reglum er snúa að endursendingum einstaklinga.

Einstaklingar sem þurfa að skipta vöru eða skila þurfa að geyma burðargjaldskvittun fyrir endursendingunni eða vera með sendingarnúmer sendingar. Einnig er mikilvægt að geta sýnt fram á rafræn samskipti á milli sín og seljanda sem sýna fram á ástæðu endursendingar. Þessar upplýsingar duga að öllu jöfnu sem staðfesting á endursendingu.

Miðað er við að verðmæti slíkra sendinga fari ekki yfir 40.000 ISK. Nauðsynlegt er að sendingin sé send úr landi sem skráð sending þ.e. annað hvort sem pakki eða rekjanlegt bréf. Þær sendingar eru rekjanlegar með sendingarnúmeri.

Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér