Einstaklingar

Fyrirtæki

Um Póstinn

Leita
Finna sendingu
Skrá sendingu
Innskráning
Pósthús og opnunartímar
EN IS
Hafa samband
Loka

Um pakka til útlanda

Þegar þú sendir pakka til útlanda eru þeir skráðir og hver pakki fær sendingarnúmer.

Skráning tryggir rekjanleika og staðfestingu á móttöku. Pósturinn býður upp á þrjár leiðir fyrir pakka til útlanda, Evrópupakka, Heimspakka og Hagkvæma pakka. Hægt er að sjá samanburð þessara þjónustuleiða neðar á þessari síðu.

Reiknivél

Hér getur þú reiknað út flutningskostnað á pökkum til útlanda og borið saman verð á mismunandi þjónustuleiðum.

Skráning

Þú skráir pakka til útlanda á vefnum. Skráning flýtir fyrir vinnslu þar sem upplýsingar berast rafrænt beint í tölvukerfi Póstsins. Fylgibréfið og aðrar upplýsingar um sendingu er sent til sendanda í tölvupósti.

Póstlagning

Hægt er að póstleggja á næsta pósthúsi og í Fyrirtækjaþjónustu Póstsins. Sjá síðasta skilatíma eftir afgreiðslustöðum.

Fylgstu með pakkanum

Þú getur fylgst með sendingunni þinni á ferðalagi sínu um heiminn á postur.is. Einnig bjóða flest erlend póstfyrirtæki þér að slá inn sendingarnúmer á vefsíðum sínum og fylgjast með ferlinu. Margar erlendar vefsíður og ýmis snjallsímaforrit bjóða einnig upp á að fylgjast með sendingunni þinni.

Afhending

Evrópu- og Heimspakkar fara með fyrsta flugi til útlanda og er komið til viðtakanda í ákvörðunarlandi. Hagkvæmir pakkar eru sendir í flugi 2svar í viku.

Afhending pakka til útlanda ræðst af þjónustuleið og ákvörðunarlandi pakkans. Skoðaðu áætlaðan flutningstíma, stærðarmörk og viðbótarþjónustu til útlanda.

Þjónustuleiðir

Þjónusta Evrópupakki Heimspakki Hagkvæmur pakki
 
Þyngd 0 til 30 kg 0 til 30 kg 0 til 30 kg
Stærð Mesta lengd:
105 cm
Lengd+ummál:
200 cm
Mesta lengd:
105 cm
Lengd+ummál:
200 cm
Mesta lengd:
105 cm
Lengd+ummál:
200 cm
Afhendingarstaður Keyrt heim* Afhent á næsta Pósthúsi Afhent á næsta Pósthúsi
Rekja og finna Innifalið Innifalið Innifalið
Forgangsþjónusta Innifalið Val -
Aukapakkar - - -
Trygging Innifalið upp að
82.000 kr
Innifalið upp að
22.500 kr
Innifalið upp að
22.500 kr
Aukatrygging Val upp að
3.000.000 kr
Val upp að
3.000.000 kr
Val upp að
3.000.000 kr
Brothætt - Val -
Eingöngu afhent skráðum viðtakanda - - -
Móttökukvittun Innifalið Val Val
Viðtakandi greiðir - - -
Geymslutími 14 dagar Allt að 30 dagar Allt að 30 dagar
Póstkrafa - - -
Gjaldsvæði 4 5 9
Gjaldflokkar 30 30 30
Rúmmálsþyngd Nei Nei Nei
Skráning sendingar      
Postur.is Val Val Val
Gáttin Val Val Val
Póststoð - - -
Virðisaukaskattur Án vsk Án vsk Án vsk
Verð frá 2.915 kr 3.490 kr 1.955 kr

*Noregur er undanskilin. Þar eru sendingar afhentar á næsta pósthús

 

Evrópupakki er í boði til flestra landa í Evrópu. Innifalið í þjónustunni er heimkeyrsla að dyrum viðtakanda og trygging allt að 82.000 kr (Að Noregi undanskildum). Sendingar eru skráðar og rekjanlegar. Sendandi getur óskað eftir sönnun fyrir móttöku (Proof of Delivery) allt að ári eftir póstlagningu. Evrópupakkar njóta forgangs í vinnslu í viðtökulandinu og því hraðari flutningur en í almennum pakkapósti.

Heimspakkar er í boði til allra landa í heiminum utan Evrópu. Heimspakki er tryggður fyrir allt að 22.500 kr. Sendingar eru skráðar og rekjanlegar.

Hagkvæmur pakki er skráður og rekjanlegur. Trygging að 22.500 kr. innifalin. Hagkvæm leið í flugi til helstu nágrannalanda.

Í boði til 9 landa:

Danmörk Noregur Svíþjóð
Finnland Þýskaland Holland
Bretland Frakkland Bandaríkin


Hvað er hægt að senda?

Leyfileg stærðar- og þyngdarmörk eru breytileg eftir ákvörðunarlöndum, sem og flutningstími, sjá nánar í viðskiptaskilmálum. Takmarkanir á innihaldi exprés pakka til útlanda eru þær sömu og á innihaldi pakka innanlands. Það er á ábyrgð sendanda að afla sér upplýsinga um innflutningshöft í ákvörðunarlandi sendingar.

Hættulegur varningur

Óheimilt er að flytja hættulegan varning með pósti til útlanda og einungis má senda lithíum rafhlöður inni í raftækjum. Fullvissaðu þig um að sendingin þín innihaldi ekki hættuleg efni og tryggðu að umbúnaður sé fullnægjandi og pakkinn heill og óskemmdur. Dæmi um hættulegan varning og raftæki sem óheimilt er að flytja með pósti til útlanda.

Útflutningsskýrsla

Öllum vörum sem fluttar eru frá landinu til viðgerðar eða sölu þarf að fylgja útflutningsskýrsla. USA - Ef innihald sendingar er matarkyns, t.d. sælgæti þarf að fylla út umsókn hjá FDA (U.S. Food and Drug administration). Á sendinguna þarf síðan að rita PN númer sem er uppgefið í lok skráningar á umsókninni hjá FDA.

Gott að vita

Við mælum með því að verðmætari sendingar séu tryggðar með pósttryggingu, en lágmarkstrygging er innifalin.Fótspor

Velkomin á vefsíðu Póstsins. Þessi síða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Lesa nánar um notendaskilmála hér