Er pakkinn stopp í tolli? Fáðu sendan tölvupóst.

PAKKAR FRÁ ÚTLÖNDUM

Allar sendingar sem koma með Póstinum erlendis frá þarf að tollafgreiða.

Allar sendingar sem koma með Póstinum erlendis frá þarf að tollafgreiða. Tollskoðun er framkvæmd af Tollgæslu og sendingar eru einungis opnaðar á opnunartíma, mánudaga - föstudaga, milli kl. 08:00 og 15:30.

Best er að hafa fullnægjandi upplýsingar um verðmæti sendingarinnar utan á pakkanum. Ef ekki, er pakkinn stoppaður og tilkynning send til viðtakanda bréfleiðis eða í tölvupósti. Beiðni um tilkynningu í tölvupósti.

Ef þú átt von á sendingu og ert með viðtökunúmer þá getur þú flýtt fyrir ferlinu með því að senda okkur reikninginn strax. Við tollafgreiðum þá sendinguna strax við komu til landsins ef gögn eru fullnægjandi.  Þú flýtir fyrir tollafgreiðslu sendingar um allt að 3 virka daga ef þú sendir okkur reikninginn fyrirfram. Þegar tollafgreiðslu lýkur þá fer hún á pósthús eða í heimkeyrslu til viðtakanda næsta virkan dag

Að tollafgreiðslu lokinni eru pakkar afhentir viðtakendum með dreifikerfi Póstsins.
Sjá verð fyrir tollmeðhöndlun.

TOLLFLOKKAR OG GJÖLD

Á vef Tollstjóra eru upplýsingar um tollflokka og gjöld, leitarorð þurfa að vera í fleirtölu.Veftollskrá. Þar er einnig gagnleg reiknivél þegar verslað er á netinu.

Öll fjarskiptatæki verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi. 
Tollafgreiðsla fer fram á einfalda skýrslu (E-3) eða tollskýrslu(E-1), skv.  37. grein Reglugerðar um vörslu og tollmeðferð vöru, nema í ljós kemur að um tollfrjálsa sendingu er um að ræða.

TOLLFRJÁLST

Tollgæslan skoðar allar sendingar sem koma til landsins og úrskurðar hvort þær eru tollskyldar eða tollfrjálsar. Sé sending úrskurðuð tollfrjáls telst hún tollafgreidd og er afhent viðtakanda með dreifikerfi Póstsins.

 

EINFÖLD SKÝRSLA (E-3), HEILDARVERÐMÆTI UNDIR 40.000

Til að tollafgreiða sendingu með einfaldri skýrslu þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Heildarverð sendingar er undir 40.000 kr. Heildarverð sendingar samanstendur af verðmæti að viðbættum flutningskostnaði og öllum þeim kostnaði sem sendanda er greitt fyrir sendinguna.
  • Innflutningur má ekki vera í atvinnuskyni. Þessi þjónusta er eingöngu ætluð einstaklingum.
  • Reikningur eða staðfesting frá sendanda um verðmæti sendingar.
  • Hægt er að tollafgreiða allt að 3 tollflokka á sömu skýrslunni.
  • Greiða þarf tollmeðferðargjald* fyrir hvern pakka.

* Tollmeðferðargjald er gjald sem Pósturinn innheimtir af innflutningsaðilum vegna tollskyldra sendinga. Í tollmeðferð felst m.a. skráning sendingar, geymsla og önnur umsýsla. Tollmeðferðargjald er innheimt fyrir hverja sendingu. Pósturinn hefur heimild fyrir þessari innheimtu í alþjóðapóstsamningum þar sem þessi kostnaður er ekki innifalinn í póstburðargjöldunum sjálfum, enda tollskráning mjög misjöfn milli landa.

Nær alla tollflokka er hægt að tollafgreiða á póstaðflutningsskýrslu (E-3), þó ekki þá sem háðir eru innflutningstakmörkunum eða banni. Fyrir sendingar með meira en ofangreint heildarverðmæti þarf að gera tollskýrslu (E-1).

Hvað á ég að gera?

 

TOLLSKÝRSLA (E-1), HEILDARVERÐMÆTI YFIR 40.000

Tollskýrslu (E-1) þarf að gera fyrir sendingar sem eru að heildarverðmæti hærri en 40.000 krónur. Pósturinn tekur að sér tollskýrslugerð en til þess þarf umboð viðtakanda. Þar til gerð eyðublöð er einnig hægt að nálgast á pósthúsum um land allt. Til þess að við getum gert tollskýrsluna fyrir þig þarft þú að senda okkur:

 

Ofangreind skjöl á að senda til:

Tollmiðlun Íslandspósts Stórhöfða 32 110 Reykjavík Fax: 580 1249

tollmidlun@postur.is