Póststoð má beintengja við sölukerfi sendanda.

PÓSTSTOÐ

Límmiði með strikamerki og póstupplýsingum prentast út og hann er límdur á sendinguna.

Póststoð er hugbúnaður fyrir fyrirtæki sem senda reglulega innanlands, pakka, ábyrgðarbréf eða póstkröfur. Póststoð einfaldar allan frágang og umsjón með sendingum, eykur öryggi þeirra og rekjanleika auk þess sem hún sparar tíma.

PÓSTLAGNING

Með notkun Póststoðar þarf ekki að fylla út fylgibréf heldur er prentaður út límmiði með strikamerki auk annarra póstupplýsinga og hann settur á sendinguna.

SVONA VIRKAR PÓSTSTOÐ

  • Prentar út límmiða með strikamerki og öðrum póstupplýsingum.
  • Sendir gögn rafrænt til tölvukerfi Póstsins.
  • Prentar út póstsendingalista.
  • Tekur við póstupplýsingum úr tölvukerfi sendanda.
  • Þegar sending kemur í hús hjá Póstinum er númer hennar þegar skráð í tölvukerfi.
  • Sendir tölvupóst til sendanda um sendingar; mótteknar, vöntun og greiddar póstkröfur.

Hægt er að skoða leiðbeiningar fyrir uppsetningu Póststoðar hér.

Uppsetningargjald á póststoð og prentara

 Gjald fyrir uppsetningu á prentara sem tengjast Póststoðinni.

  • Uppsetningargjald á prentara í gegnum síma Team viewer  4.990 kr. án vsk. (símleiðis)
  • Uppsetningargjald á prentara á staðnum  6.990 kr. án vsk.

 

Gjald fyrir uppsetningu á Póststoð pr. tölvu 

  •  Uppsetningargjald á póststoð í gegnum síma eftir fyrsta skipti Team viewer  4.990 kr. án vsk. (símleiðis)
  • Uppsetningargjald á póststoð á staðnum 6.990 kr. án vsk.


HVAÐ ER HÆGT AÐ SENDA?

Bréf, ábyrgðarbréf, pakka á pósthús eða  heim, kaupsamninga og póstkröfur.

PRÓFAÐU PÓSTSTOÐ

Á www.postur.is/poststod/poststod er að finna allar leiðbeiningar um uppsetningu og tengingar.

Hver notandi fær við skráningu úthlutað fjögurra stafa einkenni sem mynda fremsta hluta viðtökunúmera sendanda. Hafðu samband við Fyrirtækjasöluna og prófaðu Póststoðina.

AFHENDING

Afhendingarmáti fer eftir því hvað það er sem þú ert að senda; bréf, pakka eða stærri sendingar.

GOTT AÐ VITA

Póststoðina er hægt að beintengja við sölukerfi, sem hægt er að nota til að prenta út límmiða á sendingar til viðskiptavina. Ef þú ert að senda eina sendingu í einu og ert ekki með límmiðaprentara, þá mælum við með Skrá sendingu.

Sölufulltrúar Fyrirtækjasölu aðstoða þig við uppsetningu á Póststoð

Nýjustu útgáfur

Póststoð 2.33.2 og Skrápóst 2.0.63
þann 29. nóvember 2013

Sækja fjarstýringu Sækja fjarstýringu